Hljóðbókasafn Íslands

Endilega deildu okkur

Hljóðbókasafn Íslands er bókasafn fyrir lesblinda, blinda, sjónskerta og aðra sem ekki geta nýtt sér hefðbundið prentað letur. Safnið lánar þeim hljóðbækur.

Sérstök áhersla er lögð á þjónustu við námsmenn. Stærstur hluti útlánanna er þó almennt efni, svo sem skáldsögur, ævisögur, leikrit og bækur um ýmis málefni.

Staðsetning safnsins, sími og fleira

Safnið er til húsa á 1. hæð að Digranesvegi 5 í Kópavogi.

Aðalsímanúmer safnsins er 54 54 900. Fax númer er 54 54 906.

Afgreiðslan er opið frá klukkan 10 til 16 en hins vegar er safnið opið á netinu allan sólahringinn, vilji lánþegar nýta sér þann kost.

Safnið er að mestu rafrænt og er bæði hægt að hlusta á bækur í appi og vefspilara. Hafa má samband við safnið í síma 5454900 eða með því að senda tölvupóst á hbs@hbs.is

Vefsíða safnsins er http://www.hbs.is og netfang er hbs@hbs.is

Lesblindir hönnuðir hugsa öðruvísi

Wired birti nýlega áhugaverða grein um lesblindu meðal hönnuða. Grein Wired fjallar um hve algengt sé að lesblindir hönnuðir séu uppfullir af frumlegum hugmyndum og búi yfir hæfileikum til þess að sjá hluti frá óvæntu sjónarhorni. https://www.wired.com/2016/08/dyslexic-designers-just-think-different-maybe-even-better/  

Read More