Um Davis aðferðina
Davis aðferðin er lesblinduleiðrétting, sem er er ætluð nemendum sem hugsa í þrívíðri mynd og hafa fengið lestrarkennslu í skólum sem ekki hefur borið árangur. Aðferðin hefur sýnt sig að henti mörgum lesblindum einstaklingum.
Aðferðin er kennd sem einstaklingsnámskeið sem tekur um 40 kennslustundir þar sem nemandi vinnur í 5-7 daga lotu með sérmenntuðum Davis ráðgjafa. Í kjölfarið býðst nemendum eftirfylgni í litlum hópum þar sem aðferðinni er viðhaldið.
Um frumkvöðulinn Ron Davis
Sem barn var Ron Davis með einhverfu (Autism) á háu stigi, og lærði ekki fyllilega að tala fyrr en um tólf ára aldur.
Hann er meðal örfárra einstaklinga í heiminum sem náð hefur að sigrast á þessu afbrigði einhverfu, sem í þá daga var kölluð Kanners-veiki. Nokkrum árum síðar uppgötvaðist að hann hafði afburða greind, og að var mikill stærðfræðisnillingur. þetta leiddi til þess að áður en hann náði tvítugsaldri, var hann ráðinn sem sérstakur stærðfræðikennari til virts verkfræðifyrirtækis.
Þrátt fyrir að David kynni enn varla að lesa eða skrifa, kenndi hann þar hópi verkfræðinga sem unnu að hönnun eldflaugahreyflanna fyrir bandarísku geimskutlurnar. Lesblindan var á mjög háu stigi, og átti hann jafnvel í miklum erfiðleikum með að lesa götunöfn og umferðaskilti.
Það var ekki fyrr en hann var 38 ára árið 1980, að hann gerði þá grundvallaruppgötvun sem allt Davis®-kerfið byggir á. Hann uppgötvaði hvernig hann gat slökkt á þeirri skynvillu (e. disorientation) sem fram að þessu hafði gert allan lestur og skrift að algerri martröð. Hann beið ekki boðanna heldur rauk út á bókasafn og las Ævintýraeyjuna spjaldanna á milli á einum degi. þetta var fyrsta bókin sem hann hafði nokkru sinni lesið á ævinni og hann var sannfærður um að hann hefði fundið lykilinn að dyrum lesblindunnar. Það liðu þó ekki nema nokkrir mánuðir áður en honum fór að hraka aftur. Það rann upp fyrir honum að hann hafði einungis leyst lítinn hluta gátunnar, en nú var hann ákveðinn í að finna varanlega lausn.
Um Davis kerfið
Hann stofnaði The Reading Research Council og réð til sín fjölda sérfræðinga með það markmið eitt að finna lausn á lesblindugátunni. Og það leið ekki á löngu áður en lausnin var fundin og Davis®-kerfið leit dagsins ljós. Ron skrifaði bókina The Gift of Dyslexia, þar sem hann lýsti kerfinu ítarlega í þeirri von að mæður lesblindra barna myndu lesa hana og leiða börn sín úr lesblindunni með því að fylgja kerfinu þrep fyrir þrep. Bókin hefur verið þýdd á Íslensku.
Fjöldi lesblindra einstaklinga hefur náð bata með bókinni einni saman, en fljótlega kom í ljós að mæður eru ekki endilega hentugustu kennarar barna sinna. Ýmsir tilfinningaþröskuldar geta verið til staðar milli náinna fjölskyldumeðlima sem geta valdið vandræðum við þessa vinnu. Þetta leiddi til þess að Ron fór að þjálfa fólk til að bjóða upp á faglega hjálp til einstaklinga sem vildu sigrast á námsörðugleikum.
Langtímamarkmiðið er að innleiða þessar aðferðir í almenna skólakerfið, sem er hægt með tiltölulega einföldum hætti. Sérstök útgáfa af Davis®kerfinu hefur verið þróuð til nota í skólastofunni og hefur verið notuð í níu ár í tveimur skólum í Kaliforníu. Í þessum skólum hefur árangurinn verið sá að námsörðugleikum hefur hreinlega verið útrýmt. Enginn nemandi hefur þurft á aðstoð að halda. Einnig hafa þessir tveir skólar skorið sig úr hvað varðar fjölda afburðanemenda, sem er í fullkomnu samræmi við kenningar Ron Davis.
Hér er listi yfir íslenska leiðbeinendur sem vottaðir hafa verið af alþjóðlegu samtökunum Davis Dyslexia Association International.
Licensed Davis Dyslexia Correction® Providers |