Endilega deildu okkur
Við höfum lengi vitað að lesblindir einstaklingar vinna öðruvísi úr hlutunum í heilanum en þeir sem eru ekki lesblindir. Ný íslensk rannsókn hefur verið að skoða tengls sjónskynjun og leblindu. Fólk sem er lesblint er alls ekki blint – það sér flest alveg ágætlega! Aftur á móti vefst fyrir því að bera fljótt og örugglega kennsl á þessa litlu, undarlegu hluti sem við köllum orð. Hér má lesa meira um rannsóknina. Þessi rannsókn er að halda áfram og það vanar alltaf þátttakendur bæði þá sem eru lesblindir og þá sem eru það ekki. Við viljum endilega hvetja alla sem geta að taka þátt því við viljum endilega skilja lesblindu betur.