Endilega deildu okkur
Nú höfum við bætt við sérstakri síðu undir hjálparefni þar sem við munum deila áhugaverðum hlaðvörpum um lesblindu og efni sem tengist henni. Við ríðum á vaðið með því að deila 2 hlaðvörpum sem eru viðtöl við formann og framkvæmdastjóra Félags lesblindra á Íslandi sem blaðamaðurinn Sigurður Már Jónsson tók við þá Guðmund S. Johnsen formann og Snævar Ívarsson framkvæmdastjóra.
Endilega sendið okkur ábendingar ef þið vitið um efni sem gott væri að deila hér á þessari síðu.