Fjáröflun vegna rannsóknar á kvíða lesblindra barna
Haustið 2019 var sett af stað fjáröflun á vegum félagsins til þess að safna fé til rannsóknar áhrifa kvíða lesblindra barna og ungmenna. Markmiðið er að skilja betur áskoranir sem lesblindir glíma við þannig að hægt verði að styðja betur þá. Háskóli Íslands er að vinna að þesari rannsókn með félaginu og verða niðurstöður hennar kynntar þegar þær eru ljósar.
Kvíði er vaxandi vandamál
Þekkt er að kvíði er vaxandi vandamál í skólakerfinu. Að vera með lesblindu þýðir ekki endilega að börn og ungmenni verði kvíðin en rannsóknir sýna að hún eykur líkur á því. Rannsóknir hafa einnig sýnt að því meira streitu sem börn og ungmenni upplifa því næmari eru þau fyrir kvíða. Þetta og erfðafræði geta stuðlað að langvinnri kvíðaröskun.
Börn og ungmenni sem þróa með sér kvíðaröskun hafa oft áhyggjur og ótta sem nær ekki bara til skólaumhverfisins heldur til annarra þátta í lífinu. Það getur valdið því að þau óttast hversdagslega atburði og glíma við þráhyggju yfir því hvernig hlutir gætu farið úrskeiðis. Það hefur áhrif á hvernig þeim gengur að takast á við verkefni lífsins og hamlar þeim njóta lífsins.
Fræðsla og námskeið um kvíða
Við hjá félaginu höfum orðið vör við að kvíði hefur mikil áhrif á þá einstaklinga sem leita til okkar. Frá árinu 2017 höfum við lagt áherslu í okkar starfi að vinna að úrræðum einstaklinga við að takast á við þetta, meðal annars með því að ræða lausnir á námskeiðum okkar. Einnig var haldin ráðstefna fyrir kennara árið 2017 sem bar yfirskriftina Textinn kvíðavaldur lesblindra barna til þess að auka þekkingu kennara á kvíða hjá lesblindum.
Allt frá stofnun Félags lesblindra hefur umræða um knýjandi þörf fyrir aukna þekkingu á aðstæðum lesblindra einkum og sér í lagi þegar kemur að kvíða. Félagið hefur því ráðist í viðamikla rannsókn á kvíða meðal lesblindra og fengið til verksins Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Markmiðið er að skilja betur þær áskoranir sem lesblindir og þá sérstaklega börn glíma við svo hægt verði að styðja betur við þau.
Þetta er stórt verkefni fyrir lítil frjáls félagasamtök sem rekin eru sjálfsaflafé án opinberra framlaga. Því hefur verið leitað sérstaklega eftir stuðningi við verkefnið til velunnara félagsins.