Tækni fyrir lesblinda

Endilega deildu okkur

Ýmiss tækni er í boði sérhönnuð til að leysa vandamál sem lesblindir glíma við. Þessi hugbúnaður og vélbúnaður auðveldar lesblindum oft að lesa, skrifa og að vinna með tölur. Talgervlar sem lesa texta fyrir eru dæmi um hugbúnað sem hefur breytt vinnuumhverfi lesblindra til mikilla muna. Hér að neðan má sjá dæmi um vélbúnað sem reynst hefur lesblindum notadrjúgur.

  • Tölva
  • Spjaldtölva
  • Skanni og skannapenni
  • Tölvumýs með flýtihnöppum
  • Farsími, sérstaklega snjallsími
  • Upptökutæki
  • Myndavél
  • MP3 spilari

Hugbúnaður

Á síðastliðnum árum hefur orðið mikil þróun í hugbúnaði fyrir tölvur og í viðbótum (apps) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem henta lesblindum einkar vel. Dæmi um hugbúnað má nefna:

  • Talgervlar (Les stafrænan texta)
  • Leiðréttingarforrit
  • Talgreinir (sem skrifar talað mál)
  • Stafrænar reiknivélar sem skilja talað mál / talandi reiknivélar
  • Spáskriftarhugbúnaður (kemur með tillögur að orðum)
  • Hugarkort og fleiri forrit sem hjálpa til með skipulagningu

Hægt er að leita til félagsins til að fá nánari upplýsingar um hvaða tegundir vélbúnaðar eða hugbúnaðar hafa reynst vel.