Aðalfundur 2024
Aðalfundur 2024 verður haldinn fimmtudaginn 4.júlí kl.13 í Ármúla 7b, 108 Reykjavik. Vinsamlegast sendið tölvupóst ef þú æltar að mæta á fli@fli.is til þess að hægt sé að áætla veitingar og gera ráðstafnir með húsnæði ef þarf.
Hljóðbókasafn Íslands er bókasafn fyrir lesblinda, blinda, sjónskerta og aðra sem ekki geta nýtt sér hefðbundið prentað letur. Safnið lánar þeim hljóðbækur.
Sérstök áhersla er lögð á þjónustu við námsmenn. Stærstur hluti útlánanna er þó almennt efni, svo sem skáldsögur, ævisögur, leikrit og bækur um ýmis málefni.
Safnið er til húsa á 1. hæð að Digranesvegi 5 í Kópavogi.
Aðalsímanúmer safnsins er 54 54 900. Fax númer er 54 54 906.
Afgreiðslan er opið frá klukkan 10 til 16 en hins vegar er safnið opið á netinu allan sólahringinn, vilji lánþegar nýta sér þann kost.
Safnið er að mestu rafrænt og er bæði hægt að hlusta á bækur í appi og vefspilara. Hafa má samband við safnið í síma 5454900 eða með því að senda tölvupóst á hbs@hbs.is
Vefsíða safnsins er http://www.hbs.is og netfang er hbs@hbs.is
Aðalfundur 2024 verður haldinn fimmtudaginn 4.júlí kl.13 í Ármúla 7b, 108 Reykjavik. Vinsamlegast sendið tölvupóst ef þú æltar að mæta á fli@fli.is til þess að hægt sé að áætla veitingar og gera ráðstafnir með húsnæði ef þarf.
Félag lesblindra á Íslandi á formlega aðild að Samtökum lesblindra á Norðurlöndum. Þar eiga sex lönd fulltrúa: Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Ísland og Færeyjar. Þann 23-25. September var ársfundur þessara samtaka haldinn í Færeyjum, en fundurinn færist á milli landana á hverju ári og verður haldin í Danmörku 2023. Tilgangur fundarins er að miðla þekkingu […]
Á vefstefnunni: Er leikur að læra? sem haldin var 4. apríl 2022 voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur unnið fyrir Félag lesblindra á Íslandi, þar sem sjónum er beint að tengslum lesblindu og kvíða. Þetta er viðamikil könnun á námi, líðan og fleiru meðal ellefu þúsund nemenda á unglingastigi í grunnskólum […]
Guðmundur Skúli Johnsen formaður Félags lesblindra og Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins rita grein í Morgunblaðið laugardaginn 9. október sem ber yfirskriftina „Íslenskan nothæf í stafrænum heimi“. Þar minna þeir á að fyrstu máltækniáætlun stjórnvalda, sem miðaði að gjaldgengi íslenskrar tungu í stafrænum heimi, ljúki senn. Því skori þeir á stjórnvöld að hefja undirbúning […]
Í Morgunblaðinu í dag 30.septmeber 2021 er viðtal við hann Hinrik Jósafat Atlason stundakennara við HR sem er að hanna gervigreindarkennara í samstarfi við Félag lesblindra á Íslandi. Hinrik segir m.a. „Það er auðvelt að taka menntun sem sjálfsögðum hlut, þangað til maður kynnist betur þeim sem fá ekki sömu tækifæri vegna líkamlegs ástands […]
Heimsfaraldurinn hefur hamlað námskeiðahaldi Félags lesblindra. Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri félagsins, náði þó að heimsækja Foldaskóla í Garðabæ 24. mars síðast liðinn. Þar hitti hann um 100 áhugasama nemendur úr fjórum bekkjum og ræddi um lesblindu í námi. Hann kynnti þau rafrænu verkfæri sem nýtast lesblindum og öðrum sem hafa áhuga á að auka færni […]
Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra hef ég rekist á marga sem færa samfélagið fram á veg. Sannfærður um að fyrir það við mættum hrósa fólki oftar. Jafnvel sem við þekkjum lítið til. Félag lesblindra vinnur að fræðslu og hagsmunamálum um 2.000 félagsmanna vítt og breytt um landið, aðstoðar […]
Allt frá stofnun Félags lesblindra hefur verið knýjandi þörf fyrir meiri þekkingu á aðstæðum lesblindra, sérstaklega varðandi kvíða. Kvíði er vaxandi vandamál í grunnskólum. Rannsóknir hafa sýnt að því meiri streitu sem börn upplifa því næmari eru þau fyrir kvíða. Þetta ásamt erfðum getur stuðlað að langvinnri kvíðaröskun. Lesblinda þýðir ekki endilega að börn […]
Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Guðmundur S. Johnsen, formaður Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar […]
Félag lesblindra á Íslandi hefur gengið til samstarfs við upplýsingafyrirtækið Atlas Primer um að þróun raddstýrðs gervigreindarkennara fyrir íslenskt námsefni. Með þessu samstarfi er stigið mikilvægt skref í að auka aðgengi lesblindra að námsefni og að færa menntakerfið inn í framtíðina. Atlas Primer er íslenskt sprotafyrirtæki í menntatækni sem hefur einsett sér að auka […]